Setja upp gönguljós á Reykjaveginn á móts við Kirkjuteig.
Daglega er þung bílaumferð um Reykjaveginn og bæta þarf öryggi þeirra sem eru gangandi, sérstakleg nemenda Laugarnesskóla. Það er því mikilvægt að setja upp gönguljós á Reykjaveginn þar sem gangbrautin er.
Mjög mikilvægt að setja upp gangbrautarljós við Reykjaveginn þar sem mikil umferð skólabarna er yfir veginn. Engin örugg gönguleið er úr skólanum (Lauganesskóla) yfir á íþrótta- og tómstundasvæðið í Laugardalnum.
Ekki fleiri ljós þarna. Það eru tvö fyrir rétt hjá sem eru ekki samræmd og alltaf til vandræða. Greiðust er umferðin þegar ljósin bila. Setjið frekar myndavélar og takið bílana af þeim sem geta ekki ekið sómasamlega. Sektir virka ekki, puntar virka ! Eða sekta í hlutfalli við tekjur !
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation