Gönguljósin yfir fjölfarnar umferðargötur eins og Suðurlandsbrautina t.d. á horni Vegmúla þurfa að loga það lengi að auðvelt sé fyrir allan almenning og minni hópa að komast yfir á grænu ljósi. Bæta þarf aðstæður á strætisvagnabiðskýli við áðurnefnd gatnamót á vesturleið.
Gönguljósin, yfir Suðurlandsbrautina t.d. til móts við Vegmúla loga allt of stutt. Það er eingöngu hægt að ganga yfir aðra akreinina í einu á grænu ljósi. Þarna er mikil umferð gangandi fólks t.d. leikskólahópa, sem eru á ferð frá Grasagarðinum eða Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Biðstöðin fyrir strætisvagn niður í bæ á þessum gatnamótum er úti í kanti og án stéttar. Þeir sem bíða þar vaða í pollum og fá yfir sig gusur frá bílunum þegar blautt er í veðri.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation