Opna þarf fyrir þann möguleika að leyfa eldri borgurum að vinna eins lengi og þeir óska og geta. Fólk sem náð hefur sjötugsaldri er ekki gamalt fólk í dag hvorki í óeiginlegum né eiginlegum skilningi og fyrir því eru margar ástæður. Það ætti að vera markmið borgarinnar leynt og ljóst að halda í starfsfólk sem allra lengst enda gríðarlegur mannauður fólginn í þeim sem komin eru með áratuga reynslu.
Þótt fólk hefur náð sjötugu þýðir ekki að það veikt eða farlama. Margir eru í fullu fjöri andlega og líkamlega og þrá að halda áfram starfi sínu eða starfa. Af hverju ekki hægt að leyfa þeim það? Að fleygja fólki úr starfi vegna aldurs er mannréttindbrot
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation