Ég sé fyrir mér að samkeppnin yrði hugmyndasamkeppni um hvernig útilistaverk gæti fegrað umhverfið á Kjalarnesi - frumlegt útilistaverk gæti sett skemmtilegan svip á umhverfi sitt. Samkeppnin gæti verið alveg opin en einnig væri hugsanlegt að tengja hana við menningu svæðisins.
Útilistaverk gæti fegrað enn frekar fallegt umhverfi á Kjalarnesi. Nú eru engin listaverk á opnum svæðum á Kjalarnesi, hvorki í Grundarhverfi né meðfram þjóðveginum. Samkeppni um útilistaverk gæti kallað fram góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að fegra umhverfið á frumlegan hátt.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation