Laugarneskirkja stendur fallega í miðju Laugarneshverfi og þangað leggja margir leið sína, ekki síst börn og ungmenni. Margir koma á hjólum, enda er kirkjan mjög vel tengd hjólaleiðum borgarinnar. Við kirkjuna er hins vegar engin hjólagrind og úr því þarf að bæta. Það eru öryggissjónarmið (betra að læsa hjólum við grind) og verndunarstjónarmið (fer betra með hjól að standa í grind heldur en hallað upp að grófum vegg).
Það er hvetjandi til hjólanotkunar að geta skilið hjólið eftir á öruggum stað, þar sem fer vel um það. Hjólagrind við Laugarneskirkju hvetur fólk til að nota hjól sem ferðamáta, og kemur til móts við börn og ungmenni sem eru háð hjólunum sínum í ferðum um hverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation