Lagfæra skólalóðir við Hvassaleiti og Álftamýri, bæta við leiktækjum og gera svæðið aðlaðandi fyrir krakkana að leika þar.
Í dag eru slysagildrur á lóðunum og fátt í boði fyrir börnin til að gera. Mikið er um skúmaskot og svæði þar sem erfitt reynist að fylgjast með þeim og getur það boðið upp á einelti og aðgengi ógæfu einstaklinga. Skapandi og gefandi krakkar eiga skilið skapandi og aðlagandi leikumhverfi milli skólastunda til að geta haldið áfram að gefa af sér.
Skólalóðir við þessa skóla hafa setið á hakanum í viðhaldi. Tími til kominn að laga þessar skólalóðir eins og aðrar skólalóðir í nágrenninu.
Leiksvæði við skólann í Álftamýri er mjög fábrotið af leiktækjum og mikið af dimmum leiðum þarna yfir vetrartímann, þrátt fyrir lýsingu. Þarf betri lýsingu og ný leiktæki fyrir svona stóran skóla
Skólalóðin við Hvassaleiti er óaðlaðandi steypuflötur með afar fáum leiktækjum auk þess sem að mjög dimmt er á lóðinni. Lagfæringarnar eru þess vegna orðnar nauðsynlegar, sér í lagi þegar litið er til annarra skólalóða í borginni en þá er óhætt að halda því fram að skólalóðin við Hvassaleitisskóla hafi dregist verulega aftur úr hvað varðar aðstöðu og umhverfi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation