Verkefnið snýst um að setja upp lítil leiktæki, t.d. gormatæki eða rólur og önnur leiktæki við alla botnlanga í hverfinu, svo yngri börn þurfi ekki að fara yfir stóru gangbrautina. Bent er á svipaðar lausnir í Víkurhverfi.
Það er einn leikvöllur í miðju hverfinu og lítil börn þurfa að fara yfir stóra umferðargötu. Verkefnið myndi stuðla að öruggara aðgengi barna að leiksvæðum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation