Bakvið Árvaðið er göngustígur sem leiðir yfir götuna en þegar komið er yfir er engin tenging við göngustíginn hinum megin við, sjá mynd.
Hér um ræðir galla í hönnun sem þyrfti að laga. Göngustígur sem leiðir mann yfir götuna en engin tengig er síðan við göngustíginn hinum megin við götuna og maður þarf að ganga yfir grasið til að komast á göngustíginn þar.
Hluti af Norðlingaskóla er í staðsettur í Brautarholti og fer kennsla þar fram fyrir 5 til 7 bekk. Krakkar sem koma út suðurhluta hverfisins fara yfir Árvað þvert yfir götu, þar sem ekki er nein skýr gönguleið og allir foreldrar sem eru að fara með börnin sín á Rauðhól og Norðlingaskóla eru að keyra upp Árvað á sama tíma. Það er því mikil hætta á slysum allan ársins hring.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosningu í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem þetta verkefni er nú þegar á framkvæmdaáætlun. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation